Stækkaðu

starfsmannahópinn

starfsmanna-
hópinn

…án þess að ráða nýtt fólk

Menntastefna hvetur til símenntunar

Menntastefna hvetur til símenntunar

Menntastefna hvetur til símenntunar

Kannanir á íslenskum vinnumarkaði sýna að starfsfólk fyrirtækja sem hafa sett sér menntastefnu er mun duglegra að sækja símenntun en starfsfólk annarra fyrirtækja. Menntastefna setur skýran ramma og skilar bæði ávinningi fyrir starfsfólkið og fyrirtækið. Það er því mikilvægt að fylgja stefnunni eftir og upplýsa starfsfólk um að hún sé til staðar.

  • Hærri starfsaldur

    Betri ákvarðanir

    Eftirsóttur vinnustaður

  • Aukin þjónustugæði

    Hvetjandi vinnumenning

    Betri samskipti

Aukin þekking og færni á vinnustaðnum er allra hagur

Aukin þekking og færni á vinnustaðnum er allra hagur

Í síbreytilegu umhverfi er nauðsynlegt að taka nýjungum fagnandi. Með því að styðja við símenntun starfsfólks eykst aðlögunarhæfni þess sem og samkeppnishæfni fyrirtækisins. Nútímalegur vinnustaður styður menntun í gegnum alla starfsævi einstaklinga og styður þróun samskipta, tækni, gagnrýninnar hugsunar og sjálfsþekkingu.

Það vilja flestir læra íslensku. Sýnum stuðning í verki.

Samkvæmt könnun á vegum VR/LÍV og SVÞ hefur 70% starfsfólks sem ekki hefur íslensku að móðurmáli mikinn áhuga á að læra íslensku. Þetta eru frábærar niðurstöður og er mikilvægt að atvinnurekendur sýni þessu starfsfólki stuðning og hvatningu við að sækja sér íslenskunám.

Hvetjum starfsfólkið

okkar til

okkar til

símenntunar

Innleiðum menntastefnu

Menntastefna skiptir sköpum fyrir starfsfólkið og það er líklegra að sækja sér símenntun ef hún er til staðar.

Hvetjandi vinnumenning

Búum til menningu á vinnustaðnum þar sem starfsfólk er hvatt til að sækja sér símenntun.

Viðurkennum árangur

Sýnum starfsfólkinu okkar stuðning í verki með því að hrósa og viðurkenna árangur þeirra í símenntun.

Sköpum rými fyrir símenntun

Við höfum öll okkar verkefnum að sinna. Gefum starfsfólkinu okkar tækifæri til að stunda símenntun að hluta til á vinnutíma.

Það er einfalt

Það er einfalt að sækja

sækja styrki og

styrki og

stuðning

Fyrirtækjastyrkir

Öll fyrirtæki með starfsfólk sem skráð er í VR eða LÍV geta sótt um styrki í sjóðinn. Einfalt er að sækja um en sótt er um fyrirtækjastyrki á vef Áttinnar, hvert fyrirtæki á rétt á 4.000.000 króna í námsstyrki fyrir starfsfólk sitt á hverju ári. Hámarksstyrkur á hvern félaga er 390.000 krónur.

Fræðslustjóri að láni

Verkefnið byggist á að fá lánaðan mannauðsráðgjafa sem fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækis. Ráðgjafinn kemur með tillögur að fræðsluáætlun sem er sérsniðin að þörfum fyrirtækis.

Ráðgjöf og þjónusta

Fyrirtæki geta sótt um að fá ráðgjöf þar sem lögð er áhersla á að styðja atvinnurekendur við ýmsar þarfagreiningar fyrir fræðslu og uppbyggingu starfsfólks með fræðslu að leiðarljósi.

Ræktum vitið er átaksverkefni á vegum VR/LÍV og SVÞ

VR

vr@vr.is

510 1700

vr.is

Kringlunni 7,

105 Reykjavík

SVÞ

svth@svth.is

511 3000

svth.is

Borgartúni 35,

105 Reykjavík

Ræktum vitið er átaksverkefni á vegum VR/LÍV og SVÞ

VR

vr@vr.is

510 1700

vr.is

Kringlunni 7,

105 Reykjavík

SVÞ

svth@svth.is

511 3000

svth.is

Borgartúni 35,

105 Reykjavík

Ræktum vitið er átaksverkefni á vegum VR/LÍV og SVÞ

VR

vr@vr.is

510 1700

vr.is

Kringlunni 7,

105 Reykjavík

SVÞ

svth@svth.is

511 3000

svth.is

Borgartúni 35,

105 Reykjavík