Ræktum vitið er
Með samstarfi VR/LÍV og SVÞ og átaksverkefninu Ræktum vitið aukast möguleikar og tækifæri fólks innan verslunar og þjónustu til að þróast í starfi og takast á við nýjar áskoranir sem ætti að leiða til betri kjara starfsfólks. Einnig eflist samkeppnisstaða fyrirtækja í verslun og þjónustu þar sem reynslan sýnir að samkeppni milli atvinnugreina um hæfasta fólkið eykst og kemur til með að aukast hröðum skrefum á komandi árum.
Hver er þörfin á
Ræktum vitið?
Örar breytingar innan verslunar og þjónustu, kröfur neytenda, meiri samkeppni að utan og aukin netverslun þýðir að bæði fyrirtæki og starfsfólk þurfa að vera í stakk búin til þess að takast stöðugt á við nýjar áskoranir.
Áreiðanleiki, leiðtogahæfni og seigla eru þeir hæfniþættir sem stjórnendur telja mikilvægasta á vinnumarkaði framtíðarinnar og getur símenntun stutt við starfsfólk við að auka hæfni á þessum sviðum.
Við treystum á mælanlegan árangur
Til að mæla árangur af verkefninu munu VR/LÍV og SVÞ framkvæma reglulegar kannanir sem ná til starfsfólks í verslun og þjónustu og einnig til fyrirtækja til þess að mæla virkni þeirra í sí-og endurmenntun.
Gerður var samstarfssamningur við Maskínu til árins 2030 til þess að hafa umsjón með þessum könnunum.